Sjóstöng

Bátur okkar er mjög vel útbúinn og njóta sjóstangveiðiferðir okkar mikilla vinsælda. Veiðiferðin
tekur 2,5–3 klukkustundir og eru sjóstangir og hlífðarfatnaður til staðar. Aflinn er grillaður í lok
ferðar, yfirleitt við mikinn fögnuð stoltra veiðimanna. Gert er að afgangsafla og farþegum boðið
að taka hann með sér heim.

Flokkur:

Lýsing

Sjóstangveiði er frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Bátur okkar er mjög vel útbúinn og njóta sjóstangveiðiferðir okkar mikilla vinsælda. Áhöfn
samanstendur af reyndum leiðsögu- og veiðimönnum. Ekki þarf að sækja langt út frá Reykjavíkurhöfn til að komast á gjöful fiskimið. Eftir u.þ.b. 15 til 20 mínútna siglingu erum við
komin á fiskislóðir. Veiðiferðin tekur 2,5–3 klukkustundir og eru sjóstangir og hlífðarfatnaður til staðar.

Aflinn er grillaður í lok ferðar, yfirleitt við mikinn fögnuð stoltra veiðimanna. Gert er að afgangsafla og farþegum boðið að taka hann með sér heim.

Við leggjum mikið upp úr því að leiðsögn í ferðum sé ávallt fyrsta flokks og
bragðgóður fiskurinn er sannarlega hápuntkur siglingarinnar!

Innifalið

  • Veiðistangir og annar búnaður.
  • Hlífðarfatnaður.
  • Ein stöng fyrir hvern borgandi farþega
  • Áhöfn með mikla reynslu.
  • Aflinn er grillaður í lok ferðar.
  • Salerni um borð.