Lundaskoðun

Lundaskoðun frá Reykjavík – nú er tækifærið til að sjá þessa krúttlegu fugla í aðeins klukkustunda langri
bátsferð frá okkar Reykjavíkurhöfn þar sem yfir 30.000 lundar hafa aðsetur yfir sumartímann. Frábær
sigling fyrir alla fjölskylduna á gömlum og rómantískum eikarbát sem hefur þann eiginleika að komast
ennþá nær eyjunum þar sem fuglalífið blómstrar og lundinn verpir. Ferðin endar á stuttri útsýnissiglingu
meðfram sæbrautinni.

Flokkur:

Lýsing

Lunda og fuglaskoðunarferðirnar okkar hafa verið undanfarin ár! Við notum bátinn Lunda í þessar ferðir. Yfir 30.000 lundar verpa á
eyjunum fyrir utan höfuðborgina og tekur það því aðeins 15 mínútur að sigla að þeim og því er sjólag
yfirleitt mjög gott.

Lundaskoðun er frábær afþreying á sjó fyrir alla fjölskylduna og eyjarnar sem siglt eru þekktar fyrir litríkt
fuglalíf og grýttar strendur. Leiðsögumenn okkar munu deila ýmsum fróðleik um lundana og
annað dýralíf sem er þar í kring. Ferðin endar á stuttri útsýnissiglingu meðfram sæbrautinni þar sem siglt
er framhjá sólfarinu og Hörpu.

Innifalið

  • Leiðsögn leiðsögumanns
  • 100% líkur á að sjá lunda
  • Sjónaukar í boði um borð (sótthreinsaðir).
  • Björgunarvesti fyrir börn.
  • Við komumst sérstaklega nálægt!
  • Margra ára reynsla